Lausir dagar
Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m., afrennsli þess er Vogsós. Allmikið er af fiski í vatninu, og meðalþyngd fer vaxandi, langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja og á hverju sumri veiðast nokkrar 5 – 7unda bleikjur. Hliðarvatn er göfult og talið með bestu bleikjuvötnum sem finnast, og fiskurinn annálaður matfiskur. Öll veiði með beitu er stranglega bönnuð í vatninu og mest er veitt á flugu. Bleikjan getur verið dyntótt og þarf að prófa sig áfram með taumalengd, línuþyngd ofl. eftir aðstæðum. Veiðihús eru 5 við vatnið. Stangaveiðfélag Hafnarfjarðar (5 stangir), Ármenn, ( 3 stangir), Árblik, Stangaveiðfélag Þorlákshafnar (2 stangir), Stangaveiðfélag Selfoss (2 stangir) og Stakkavík (2 stangir). Frá vatninu blasir við hluti hinnar hafnlausu suðurstrandar landsins og ein merkilegasta kirkja þess, Strandarkirkja. Vegalengdin frá Hafnarfirði er u.þ.b. 50 km um Krýsuvík og einnig er hægt að fara um Þrengsli og koma að vatninu að austanverðu.. Nánar á www.svh.is Staðsetning: Í Selvogi, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar. Veiðisvæði: All vatnið. Stangafjöldi: SVH; 5 stangir, seldar saman eða sín í hverju lagi. Veiðitímabil: 1. maí – 30. September. Veiðitími: Frjáls. Leyfilegt agn: Fluga og spúnn. Góðar flugur: Peacock ýmis afbrigði, litlar púpur, Watson fancy, Blody butcher ofl. Veiðihús: Ágætt veiðihús, snyrting, 2 herbergi m/ 4 kojum, eldhús með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, setustofa og gott úti-kolagrill. Taka með sér rúmfatnað/svefnpoka, borðtuskur og viskastykki. Lykill er lokaður í lyklaboxi við hurð og þurfa veiðimenn að hafa fengið sent lykilnúmer til að opna boxið. En athugið að þegar verslað er þá þarf að senda póst með staðfestingu á veiðileyfinu á stjorn@svh.is strax og biðja um lykilnúmer svo ekki verði töf á að fá það sent í tíma. Sjá nánari lýsingu á staðsetningu veiðihúsa og veiðistaða á mynd hér til hliðar. Reglur: Veiðimenn mega koma í húsið kl.18.00 daginn fyrir skráðan veiðidag, og skulu vera farnir fyrir kl. 18.00 á síðasta veiðidegi. Muna að ræsta hús og taka með sér allt rusl. Lausaganga hunda við vatnið er stranglega bönnuð. Veiðikort: Liggur frammi i veiðihúsi http://www.svh.is/hlidinfo.htm Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla! Veiðileyfi: Félagar í SVH fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi seld á leyfi.is

Leyfi í boði