Lausir dagar

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði er tíðum ágæt. Á vorin er  besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu (ekið til vinstri áður en komið er fyrir vatnið) þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið, annars veiðist einnig ágætlega nyrst í vatninu þar sem tangi gengur útí vatnið og er þá kastað í átt að veginum til Krýsuvíkur, einnig er hægt að keyra lengra með vatninu að Hrossabrekkum og kasta í átt að áðurnefndum tanga. Meðfram þjóðveginum eru veiðistaðir við höfðana Syðri stapa og Stefánshöfða og eins við stakan klett stendur þar (Indíáninn).
Einnig er hægt að aka alveg suðurfyrir vatnið og til vinstri og sem leið liggur framhjá bústöðum hestamanna, áfram yfir höfðan og alla leið í hraunið við austanvert vatnið, ekki fólksbílafært en litlum jeppum og stærri bílum.
Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt. Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið  lækkaði mikið en hefur nú náð fyrri hæð, þó hafa alltaf verið nokkrar sveiflur á vatnshæð. Þetta er  ákjósanlegt vatn fyrir þá sem vilja skjótast á veiðar eftir streitufullann vinnudag, eða taka með fjölskylduna um helgar. Sögur fara af risa urriðum og bleikjurnar geta verið ansi vænar.  Vegalengdin frá Hafnarfirði er 24 km. Nánar á www.svh.is

Staðsetning: Á Reykjanesi, í landi Krýsuvíkur.

Veiðisvæði: Allt vatnið.

Stangafjöldi: Ekki takmarkaður.

Veiðitímabil: 15. apríl - 30 . september.

Veiðitími: 07.00 - 24.00.

Leyfilegt agn: Fluga, spúnn og maðkur, önnur lífræn beita og netaveiði bönnuð.

Góðar flugur:  Látið ímyndunaraflið ráða.

Veiðihús: Ekkert veiðihús, útikamrar við suðurenda vatnsins.

Reglur: Mæting frjáls innan uppgefins veiðitíma, gangið vel um vatnið, bátar bannaðir, akið ekki utan vegaslóða og skiljið ekki eftir neitt rusl.

Veiðikort: Sjá www.svh.is.

Veiðibók: Liggur frammi í Veiðibúðinni við Lækinn í Hafnarfirði, mikilvægt er að skrá allan afla, hægt er að hringja inn í Veiðibúðina s: 555 6226,  og skrá símleiðs. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta skráða fiskinn, fylgi mynd og vottun veiðifélaga.
Veiðileyfi: Hægt er að kaupa sumarkort og dagsleifi á leifi.is og i verslun N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði, Kleifarvatn er einnig hluti af Veiðikortinu.

Leyfi í boði