Fréttir

Veiðileyfin farin að streyma í vefsöluna.

12.4.2017 Kæru veiðimenn.

Nú eru veiðileyfin fyrir sumarið 2017 farin að streyma í vefsöluna hjá okkur á leyfi.is

kkv,
leyfi.is


Veiðileyfin í Hólsá - Vesturbakka eru komin í sölu.

4.12.2016 Kæru veiðimenn. Veiðileyfin í Hólsá - Vesturbakka eru komin í sölu hér á leyfi.is http://www.leyfi.is/Veidisvaedinokkar/Lausirdagar/73/6/#leyfi Með jólakveðju, leyfi.is


Nú styttist í fyrstu veiðileyfin.

30.11.2016 Nú fer að styttast i að fyrstu veiðileyfin komi í sölu hjér á leyfi.is við sendum ykkur póst um leið og þau koma í sölu. Leyfi.is þakkar viðskiptin á árinu og óskar veiðimönnum árs og friðar.


Þessar bleikjur veiddust í gær í Hlíðarvatni.

25.8.2016 Kæru veiðimenn. Við fengum þessa mynd senda frá Stefáni Rafni, veiðimanni. hann var við veiðar í gær í Hlíðarvatni og veiddi vel eins og sést á myndinni. Lausa daga í Hlíðarvatn er að finna á www.leyfi.is Kveðja, leyfi.is


Bullandi veiði í Hlíðarvatni í Selvogi.

21.8.2016 Frábær ferð í Hlíðarvatn lokið með Vilborg Reynisdóttir og Sigga skipstjóra. Dásamlegt veður og fín veiði. En það sem setti svolítið strik í reikninginn voru minkayrðlingar sem voru svo frakkir að þeir nöguðu bæði gat á pokann minn sem fiskurinn lá í í vatninu og stálu einni fínni bleikju. Einnig nöguðu þeir gat á háfinn minn sem lá við vatnsborðið. Siggi var mið sinn poka hangandi við beltið sitt og allt í einu fannst honum hann þyngjast - þá hékk eitt kvikindið í pokanum og var að reyna naga gat á hann ! Þetta er nú ekki allt. Ég setti í fína bleikju og var að draga hana inn á hjólinu þá allt í einu er eins og hún taki stauið út frá mér og svo allt laust, upp kemur himbrimi með þessa líka fínu bleikju í kjaftinum og sá ég fluguna í kjaftinum á bleikjunni og rauðu fluguna mína. Himbriminn ættlaði aldrei að koma bleikjunni niður kokið á sér - en það tókst að lokum. Alltaf einhver óvænt uppá koma í Hlíðarvatni. Að lokum vatnið kraumar af fiski þessa dagana. Meðfylgjandi frétt og mynd er frá Maríu Petrínu Ingólfsdóttur


Mikil veiði í Ölfusá.

30.6.2016 Mjög góð veiði hefur verið í Ölfusá það sem af er frá opnun þann 24 júní. Í gærkveldi voru komnir 33 laxar á land en á sama tíma voru komnir 3 laxar. Meðfylgjandi mynd var tekin í gærkveldi af félagsmönnum í SVFS. kkv, leyfi.is


Mokveiði í Baugstaðaós

9.6.2016 Mokveiði hefur verið í Baugstaðaós frá opnun 1 júní. Allt er þetta bjartur og fallegur sjóbirtingur frá 3 pundum upp í 9 pund. Allt er þetta veitt á flugu. Meðfylgjandi er mynd af einni opnu úr veiðibókinni í Baugstaðaós. Lausir dagar fást hjá: https://www.leyfi.is/Veidisvaedinokkar/Lausirdagar/5 kkv, leyfi.is


Komnar yfir 1000 bleikjur á land í Hlíðarvatni í Selvogi

30.5.2016 Komnar eru yfir 1000 bleikjur á land úr Hlíðarvatni í Selvogi er það meira en hefur veiðst þar á þessum tíma í mörg ár. Eins og veiðimaður sagði "þetta er þessi gamla góða stærð" bleikjan er allajafna nokkuð væn. Lausir dagar fast hér á www.leyfi.is Á meðfylgjandi mynd er bleikja sem veiddist í fyrra í Hlíðarvatni, en nokkrar svona hafa komið á land það sem af er. kkv, leyfi.is


Mikið af fiski í Hlíðarvatni í Selvogi

3.5.2016 Vorum að fá fréttir frá veiðimanni sem var við veiðar í Hlíðarvatni í Selvogi 1 maí. ___________________ Um 80 fiskar komu á land hjá Ármönnum 1. og 2. maí. Stakkavík og Botnavík hreinlega kraumuðu af fiski og gríðarlegt vorfluguklak í gangi. Feitar og pattaralegar bleikjur, mest 30-45cm, þessi gamla góða Hlíðarvatnsstærð. Man ekki eftir annarri eins opnun og langt síðan ég hef séð svona mikið af fiski. Þetta lofar vonandi góðu með framhaldið í sumar. Kv. Árni


4ra punda bleikjur úr Hlíðarvatni.

2.5.2016 Hann Ármann Gaujuson veiðimaður úr Hveragerði var við veiðar í dag 2 maí í Hlíðarvatni í Selvogi. Hann setti í og landaði 6 bleikjum. 4 stk 1 pund fékk hann á veiðistaðnum Hjalltanga og 2 stk 4 pund fékk hann á veiðistaðnum Hlíðarey. Allar tóku þær heimatilbúna púpu sem hann kallar Hvergerðing, hún er hvít og svört og minnir helst á mýpúpu. Meðfylgjandi mynd er frá Ármanni. kkv, leyfi.is