Lausir dagar

Jónskvísl - Fossar

 

Veiðistaðurinn.

Jónskvísl - Fossar.  Veiðisvæðið hefur nú verið lengt frá því sem var en aðeins var leyft að veiða upp að brú, nú er leyft að veiða ofan brúar upp að svokölluðu rafstöðvarlóni. Neðri skil eru enn á sama stað eða um ca.100 mtr. neðan við neðsta foss og ármótum Sýrlækjar en þar er belgur sem afmarkar neðri mörk.

 

Jónskvísl er nánast einn samfelldur veiðistaður en þó eru nokkrir sérlega góðir hyljir og ber þar að nefna sérstaklega Eyvindarhyl sem getur geymt mikið af fiski.

 

Fyrir neðan fossinn er svo góður veiðistaður sem mikið veiðist í árlega. 

 

Stór bleikja er í Jónskvísl en hún er yfirleitt um 3-6 pund og veiðist þá helst í júní-ágúst en eftir það virðist hlutdeild hennar minnka.

Staðsetning: B eygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna og er um 10 mínútna keyrsla þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Jónskvísl áður en beygt er til vinstri að heimreiðinni að Fossum og Arnardrangi.

 

Veiðisvæði:

 

Stangafjöldi: 3 stangir / seldar saman

 

Veiðitímabil: 30 júní – 20 október

 

Veiðitími: Daglegur veiðitími er 7-13 og 16-22 frá 7. maí – 14. ágúst, en eftir það frá 7-13 og 15-21. Veiðidagar eru 1/2 - 1 - 1/2

 

Leyfilegt agn: Fluga

 

Góðar flugur:

 

Veiðihús: Veiðihús er ekki innifalið.

 

Reglur: Leyfilegur hámarksafli á hverja stöng á dag í sumarveiði er takmarkaður við þrjá sjóbirtinga. Engar takmarkanir eru á veiði vegna staðbundins urriða og bleikju.   Daglegur veiðitími er 7-13 og 16-22 frá 7. maí – 14. ágúst, en eftir það frá 7-13 og 15-21. Veiðidagar eru 1/2 - 1 - 1/2

 

 

Veiðibók:er í kassa við afleggjarann að Fossum, Skrá skal allan afla vel og skilmerkilega í veiðibók einnig þeim fiski sem er sleppt.

 

Veiðiumsjón: Agnar Davíðsson 861-8178 / 487-4711 / fossar@simnet.is

Leyfi í boði