Lausir dagar

Veiðistaðurinn.

Bíldsfellssvæðið er á vestari bakka Sogsins og nær frá Ljósafossvirkjun niður undir Torfastaði. Þar má veiða á þrjár stengur. Gott veiðihús er á staðnum. Þetta er þekkt stórlaxasvæði, eins og reyndar Sogið allt. Gæta þarf vel að vatnshæðarbreytingum í ánni og sýna fyllstu gætni við veiðarnar. Bíldsfellssvæðið hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært bleikjuveiðisvæði. Gjarna hefur veiðst mjög vel í vorveiðinni á svæðinu. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til að gera út á bleikjuna.

Staðsetning: Ef ekið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Biskubstungnabraut, áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi er beygt til vinstri upp Grafningsveg. Keyrt er áfram að afleggjaranum að Bíldsfelli ca 4,8 km og er hann á hægri hönd. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur.

Veiðisvæði: Sog Bíldsfell LAX


Stangafjöldi:
3, seldar saman


Veiðitímabil:
Júní - sept

Veiðitími:
 Veitt er á komudegi frá Kl. 16.00–22.00 og seinni daginn Kl.  7.00–13.00 en frá og með 14. ágúst kl. 15.00– 21.00 og 7.00–13.00.

Leyfilegt agn:
Fluga og Spónn


Góðar flugur:
Frances ofl.

Veiðihús:
Á Bíldsfellssvæðinu er glæsilegt veiðihús með þremur tveggja manna herbergjum. Í húsinu er hiti, rafmagn og sturta. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Það er búið að endurnýja veiðihúsið og þykir það mjög glæsilegt og svefnpláss er fyrir 8 veiðimenn/konur.


Reglur:
 Veiðileyfi þetta gildir fyrir 3 stangir í 1 dag.  Veitt er á komudegi frá Kl. 16.00–22.00 og seinni daginn Kl.  7.00–13.00 en frá og með 14. ágúst kl. 15.00– 21.00 og 7.00–13.00. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. VEIÐA OG SLEPPA er framvegis skilda í Soginu. Leyfilegt agn fluga og spónn. Skylt er að skrá allan fisk. 

Veiðikort: Kort af svæðinu er í veiðihúsinu.


Veiðibók:
Veiðibók er í húsinu


Veiðileyfi:
Fást á www.leyfi.is




Leyfi í boði